Sunday, July 25, 2010

Jæja

Við Ásgeir höfum verið afslappaðir um helgina. Helder, portúgalskur danskennari kom í mat á föstudaginn. Við fórum í gær í Oosterpark, lágum í sólinni og lásum. Bökuðum svo pítsu. Í dag lestur, smá tiltekt og sitthvað fleira. Innan skamms ferð til Íslands.

Sunday, July 4, 2010

Smá blogg eftir langt hlé

Jæja, ekkert blogg mánuðum saman. Eins og venjulega eftir langt hlé er best að blogga í símskeytastíl:
- Ásgeir var á Akureyri í apríl og maí, setti þar á svið, ásamt Ingu og fleirum, verkið Aftursnúið.
- Mamma og pabbi komu í heimsókn. Við keyrðum m.a. til Maastricht.
- Ég fór til Akureyra í maí og sá frumsýninguna. Lenti í smá veseni út af öskufalli.
- Alanya, Tyrklandi í júní. Frábært ferð; sól, strönd, hiti, sjór, sundlaug, sólbrúnka.
- Á meðan við vorum í Tyrklandi var mamma Ásgeirs í íbúðinni okkar hér í Amsterdam.
- Ásgeir í DelTebre 2 vikur í byrjun júlí.
- Ég er núna að læra taugameinafræði mjög gaman.
- Sól, sumar og hiti í Amsterdam.
- Fótboltastemmning í Hollandi, sem ég fylgist reyndar lítið með.
- Ofnæmi, ofnæmistöflur.
- Kláraði tvær bækur; Blink og Karlar sem hata konur.
- Grillað með Sillu og Óla.

Það er án efa margt sem ég gleymi. En læt þetta duga í bili.