Tuesday, March 23, 2010

Vlieland

Við Ásgeir fórum í helgarferð til Vlieland síðastliðna helgi. Ferðalagið tók tók tæpa 5 klukkutíma með lest, rútu og ferju. Vlieland er frísnesk eyja norðarlega í Hollandi, eitt strjálbýlasta svæði landsins með 1300 íbúa. Við komum þangað á föstudagskvöldi, leigðum hjól og gistum á góðu hóteli rétt fyrir utan þorpið. Við skoðuðum þorpið og fundum út að aðaltískufyrirbrigðið í gluggakistum eyjaskeggja var symmetría - þ.e.a.s. tvennt af einhverju, yfirleitt tveir vasar (oft með greinum) eða tveir blómapottar, stundum tveir kertastjakar. Við fórum út að borða í þorpinu, keyptum ís og fórum á bar og hlustuðum á trúbador. Svo hjóluðum við um eyna og fórum á afskekkt kaffihús, fengum bæði rok með smá rigningu og sólskin, gengum á langri hvítri strönd, horfðum á seglskútur, sáum hollensk sumarhús og helling af alls konar fuglum, skoðuðum gömul kort sem sýndu að eyjan var miklu stærri áður fyrr og heilt þorp var farið í kaf, horfðum á skemmtilegar bíómyndir, spiluðum, drukkum rauðvín og slökuðum á. Við fórum í túristabúð og keyptum tvö kerti til að hafa symmetrískt skraut heima.
Svo er það að frétta að ég fer nú daglega til den Haag þar sem fæ að kynnast réttarlæknisfræði. Stundum sé ég í fréttum hvort eitthvað verður að gera í vinnunni næsta dag. Í gær fór ég í réttarsal en það var mjög áhugavert að sjá.
Þar til síðar.

1 comment:

Anonymous said...

Myndir þú segja að þið tveir hafið passað ágætlega inn í alla þessa simítríu?

Gulli