Wednesday, March 3, 2010

Kominn mars

Margt hefur verið brallað síðan síðast.
- Axel og Eric komu í heimsókn, gistu eina nótt, skruppuð á djammið.
- Ásgeir vinnur þessa dagana sem statisti í óperu, ýmist munkur eða fangi.
- Dansverkið IOVIODIO, sem Ásgeir dansar í, var frumsýnt, gekk mjög vel.
- Keyptum borð í IKEA, sem varð til þess að við tókum til í öllum skúffum á heimilinu.
- 2 af 3 hjólum fóru í viðgerð í vikunni.
- Eyjólfur flutti til Utrecht, kom með okkur á djammið og gisti í Amsterdam.
- Ég vann lestarspilið, loksins.
- Ristilgreinin sem ég skrifaði í haust ásamt öðrum var samþykkt til birtingar í International Journal of Cancer.
- Höldum áfram að horfa á Will og Grace á netinu, komnir í seríu 3.
- Höldum einnig áfram að horfa á Lost, núna er 5. sería byrjuð.
- Verð 2 vikur í mars með réttarlæknisfræði-rotation. Þarf þá að fara til den Haag daglega. Á laugardag kúrs í blóðmeinafræði. Í apríl kúrs í cýtólógíu. Auk þess verð ég með fyrirlestur á hollensku meinafræðidögunum í byrjun apríl.
- Var á bakvakt í síðustu viku - aldrei hringt.
- Fylgst með Icesafe ... ætlar þetta aldrei að taka enda?
- Loksins farið að hlýna, ekki jafnkalt heima.
- Pabbi 65 ára.
- Ýmis áhugaverð sýni í vinnunni: 2 granulosa cell tumorar, Chagaz disease í smágirni, Malakoplakia í nýra, Langerhans cell histiocytosis, hepatocellular adenoma, hydrops foetalis, sacrococcygeal teratoma, synovial sarcoma, eosinophilic colitis, eosinophilic oesophagitis, autoimmune gastritis, embryonal rhabdomyosarcoma, ganglioneuroblastoma, ependymoma, retinoblastoma, perineurioma, enchondroma og margt fleira sem ég man ekki í svipinn.

1 comment:

Unknown said...

Alltaf gaman að fylgjast með ykkur Amsturdömmurum! Til hamingju með að koma greininni í svona flott tímarit, þú áttir það svo sannarlega skilið!
Knús frá Stokkhólmos