Sunday, June 21, 2009

Amsterdam, Ísland, NY, Amsterdam.

Hvar á maður að byrja eftir 4 mánaða hlé á bloggi?

Í stuttu máli fór ég til Íslands 23. maí. Það var tími til kominn að hitta Ásgeir! Á Íslandi:
-sá lokasýningu á verkinu Deadheads lament sem Ásgeir dansaði í ásamt bekkjarfélögum sínum.
-útskrift Ásgeirs í Borgarleikhúsinu og útskriftarpartí um kvöldið.
-brúðkaup Bjarka, bróður Ásgeirs, og Helgu.
-Bláa lónið.
-gönguferð upp að Glym á afmælisdaginn, sund í nýju sundlauginni í Mosfellssveit, kvöldmatur hjá mömmu og pabba og svo bíó.
-matur hjá Önnu og Óskari.
-viðkoma í meinafræðinni, að sjálfsögðu.
-hitti vini.
-fór á danssýninguna humanimal með Gulla og Andrési, og Ásgeiri auðvitað.
-góður matur og gestrisni í Álfabergi.
-borðaði langvíuegg.

Flugum frá Íslandi til NY 1. júní. NY:
-gistum á hóteli á Manhattan, fínt hótel sem við mælum með (Marcel at Gramercy).
-söngleikurinn Avenue Q.
-uppistand.
-danssýningin Fuerza Bruta.
-Empire State Building.
-rauðvín í Central Park.
-hittum oft vin okkar Ben Strothman sem býr í NY, frábær leiðsögumaður.
-hittum dansarann Will, vin Ásgeirs, í Brooklyn þar sem hann býr.
-Ellen´s diner með þjónum sem syngja Broadway lög.
-píanóbarinn Don´t Tell Mama.
-risakrabbi á sjávarréttastaðnum City Crab.
-Ásgeir sá í bakið á einhverjum frægum, ég engan.
-gengum út um allt; fjármálahverfið með Wall Street, Twin Tower staðurinn, Kínahverfið, Litla Ítalía, Greenwich Village, alls kyns breiðstræti, Broadway, Times Square, glæsiverslunarhús, Chelsea, Soho, risastórar byggingar, margt fólk, umferðargnýr og fleira og fleira.
-lærðum að gefa þjórfé.
-notuðum metró New York borgar og tókum taxa.
-Museum of Modern Art.
-Djamm
Frábær ferð. Flugum heim 8. júní, lentum í Dusseldorf og tókum lest til Amsterdam.

Síðan við komum heim: rólegheit, vinna, bíó í gær (Sunshine Cleaning), danssýning í Vondelpark, ný blóm á frönsku svölunum, kókosbrauð a la Ásgeir, gott veður og fleira. Fórum í gær á safn, Museum van Loon, sem er safn hér í Amsterdam er sýnir hýbíli mjög ríkrar fjölskyldu er stofnaði meðal annars Hollenska Austur-Indíafélagið sem hafði m.a. einkaleyfi á verslun í Asíu og þrælasölu.

Kv. Pétur.

1 comment:

Unknown said...

Skemmtileg samantekt :)
Thid hafid greinilega sed massamikid i NYC - eg kem med naest!