Tuesday, May 5, 2009

Mamma og pabbi í heimsókn

Mamma og pabbi voru hér í heimsókn. Þetta hefur verið frábær helgi. Þau komu á fimmtudaginn í síðastliðinni viku, á drottningardaginn. Það er mikill partídagur hér í Amsterdam. Inn í borgina komu 600 þúsund manns og hér var stemmning sem minnir helst á verslunarmannahelgina, á götum, torgum og bátum á síkjunum. Við gengum um miðbæinn og skoðuðum stemmninguna í blíðskaparveðri. Fórum á ítalska veitingastaðinn hér handan við hornið um kvöldið. Seinna í ferðinni fórum við svo á frábæran indónesískan veitingastað hér í grenndinni. Sunnudagskvöldið elduðum við hér heima stóran hvítan aspas og íslenskt lambakjöt. Allt hið helsta í Amsterdam og utan borgarinnar var skoðað. Mamma og pabbi fóru til Alkmaar á föstudaginn að skoða ostamarkaðinn og líta í búðir. Svo fórum við víða um helgina á bílaleigubíl; við skoðuðum ekta hollenska bæi og þorp (Volendam, Hoorn, Haarlem, Leiden), fórum á blómahátíð í Anna Paulowna, sáum túlípanaakra og ótal vindmyllur og skoðuðum háa sandgarða og hollenskar strendurnar. Hér var ljúffengur morgunverður alla morgna og heppnin var með okkur hvað veður varðaði. Nú styttist svo í að ég fari til Íslands.

2 comments:

SíSí said...

Ooohhh, en aedisleg helgi hja ykkur! Hvenaer ferdu aftur til Islands?

Í Amsturdammi said...

Ég fer 23. maí.