Friday, May 22, 2009

Ams í dag, Rvk á morgun, NY eftir viku.

Fer loks til Íslands á morgun. Ásgeir fjarri í rúmar 6 vikur. Get ekki beðið eftir því að komast á klakann! Margt skemmtilegt liggur fyrir, m.a. leikhúsferð, steggjun, fjallferðir, Bláa lónið, brúðkaup Bjarka bróður Ásgeirs, útskriftarveisla Ásgeirs, afmælið mitt og síðast en ekki síst verður förinni heitið síðan til New York eftir vikudvöl á Íslandi. Ég hef aldrei komið þangað og Ásgeir hefur ekki komið til Bandaríkjanna þannig að við erum báðir mjög spenntir.

Jakob og kærasti hans Augusto voru í heimsókn síðastliðna helgi. Það var rosalega gaman að fá þá í heimsókn. Hér var Eurovision-kvöld, borðað íslenskt lambakjöt og farið á galeiðuna. Við skoðuðum Amsterdam á hjólum og höfðum það gott.

Þessa vikuna hef ég lagt kapp við að klára hitt og þetta í vinnunni fyrir fríið. Mér tókst að klára nánast allt fyrir utan tvær krufningaskýrslur sem fengu að bíða. Í dag var kapphlaup við tímann. Ég kláraði að skera sýnin á þremur klukkutímum og fór svo milli sérfræðinganna með smásjárgler til að klára hitt og þetta. Reglulega er gert frammistöðumat. Eitt slíkt var gert í dag og var sérlega jákvætt - gat ég ekki verið annað en hæstánægður. Ég hef verið duglegur að kría út námskeið sem þeir hafa verið tilbúnir að samþykkja og borga. Er ánægður með Alkmaar.

Fylgist vel með fréttum á Íslandi, meira að segja betur en þegar ég var á Íslandi. Alltaf verður málið ljósara, í stórum mjög dráttum varð einkavæðing á almenningseigum (sjávarútvegur og bankar) þar sem fram fór skuldsetning sem síðan lendir á almenningi. Að baki þessu bjó fyrst og fremst græðgi.

Koma svo, gott veður á Íslandi!

No comments: