Tuesday, July 22, 2008

Rífandi gangur í ristilverkefninu

Ristilverkefnið gengur loksins ágætlega. Tími til kominn. Þrátt fyrir tölvuvesen og tölfræðileg vandamál er þetta á réttri leið. Sótti makkann úr viðgerð í dag. Það var búið að setja inn nýja makkastýrikerfið Leopard, sem ég var býsna ánægður með.

Var að enda við að elda og borða spaghetti carbonara. Ég mæli ekki með því að hollenski osturinn Old Amsterdam sé notaður í staðinn fyrir parmesanost. Þetta bara passar ekki saman.

Síðastliðna viku og þessa viku er krufningatörn hjá mér. Þetta hafa verið hálfgerð réttarlæknisfræðileg tilfelli. Þrisvar sinnum var um að ræða alkóhólista sem höfðu fundist meðvitundarlausir, þar af tveir sem höfðu dottið á höfuðið og hlotið mikinn heilaskaða. Loks var maður sem hafði keyrt á mótorhjóli á tré og hlotið alls kyns háorkuskaða. Eitt sjaldgæft tilfelli rak einnig á fjörur mínar, neurocoeliac disease ("glútenóþol" í heila), eða raunar er það spurningin sem svara þarf með krufningunni.

Framundan er heimsókn til Ásgeirs, til Vínar nánar tiltekið, þar sem hann er á danshátðinni Impulstanz. Þetta er stíf dagskrá með dansnámskeiðum og óteljandi danssýningum. Ég ætla reyndar ekki að fara á dansnámskeið á meðan heimsókninni stendur - var þó tímabundið að íhuga að skrá mig í eitthvað rosalega framúrstefnulegt. Sjáum hvað setur.

Kveðja, Pétur.

2 comments:

SíSí said...

Go Go Pétur! Síðustu vikurnar eru alltaf erfiðar en það er svo æðislegt að klára þetta :)

Unknown said...

Eins gott að þú sért ekki með glútenóþol í heila Pétur, því flest spagetthí inniheldur nefninlega glúten :-)