Thursday, July 31, 2008

Hitabylgja

Mér skilst að það sé hitabylgja á Íslandi. Hvað þá hér í Amsterdam. Hér er heitt allan daginn og allt of heitt í vinnunni, viftan er stanslaust í gangi. Þaðan er það að frétta að ég fékk allt í einu þau skilaboð að ég ætti að fara á spítalann í Alkmar (lítill bær úti við sjó) eftir tvo mánuði til vera þar í ár. Það er svo í öllu/flestu? sérnámi hér í Hollandi að hluti fer fram á minni spítulum, þ.e.a.s. ekki eingöngu á sérhæfðu háskólasjúkrahúsunum. Samkvæmt skema átti þetta að vera frá og með september 2009 en hefur nú verið ýtt fram um ár vegna einhverra tilfærslna. Mér gremst þessar hrókeringar, aðallega stuttur fyrirvari, þó að mér sé í sjálfu sér ekki illa við að fara á þennan perifera spítala. Það þýðir lest 1 klst. hvora leið daglega. Var svo að basla við ansi svakalegt sýni af skurðstofunni; það samanstóð af öllum neðri kjálka með tungu og áfastur var smá hluti af koki, allur barki með skjaldkirtli, hálseitlar og aðeins af hálsvöðvum. Mæli ekki með reykingum og munntóbaki. Kv., Pétur

No comments: