Sunday, April 13, 2008

Ferðalög

Ég var í Barcelona síðastliðna helgi; heimsótti þar Ásgeir og horfði á danssýninguna sem sett var á svið í stóru leikhúsi í miðbæ Girona sem er rétt hjá Barcelona. Mjög skemmtileg sýning. Ég kom reyndar einum sólarhring fyrr en til stóð og kom Ásgeiri á óvart þegar ég mætti óvænt síðla kvölds. Á laugardeginum fórum við til Montserrat sem er klaustur hátt í fjöllunum fyrir ofan Barcelona. Við fórum upp með kláfi og útsýnið var frábært í sólinni. Við hittum Xavier og Jakob sem hefur það mjög gott. Á sunnudeginum fór ég til Amsterdam en Ásgeir fór til Newcastle í prufu sem gekk vel svo að Ásgeir fékk þar vinnu í maí-júní. Þar var hann í vikunni í undirbúningsvinnu, gisti á farfuglaheimili og kynntist stéttaskiptingu Norður-Bretlands, óskiljanlegum framburði og skringilegum herbergisfélögum. Hann kom svo hingað til Amsterdam nú um helgina og fer til Barcelona í fyrramálið og þaðan til Madrídar á miðvikudag. Ég fer svo til Madrídar á föstudaginn, sé sýninguna aftur og við dveljum þar svo um helgina. Þetta verður fyrsta skipti okkar Ásgeirs í Madríd. Það er því mikið um ferðalög, ekki síst hjá Ásgeiri. Það hefur verið frábært að vera hér í Amsterdam saman um helgina. Veðrið hefur verið gott, sólskin og 4-13 stiga hiti eftir tíma dags.
Það var mikið annríki í vinnunni þessa vikuna og ég þurfti að vinna öll kvöld frameftir. Nokkur áhugaverð sýni sá ég, m.a. juvenile xanthgranuloma, pilmatricoma, molluscum contagiosum, rudimentary polydactyly, small cell þvagblöðruæxli, Warthin´s tumor, Pott´s disease, anemia perniciosa, smágirniscarcinoid og svo helling af venjulegri sýnum. Fyrir utan úrskurð sem tók til um helmings af vinnutímanum fékk ég um 70 sýni til smásjárskoðunar, sem sagt nóg að gera.

No comments: