Wednesday, March 19, 2008

Skriffinskudraugurinn

Skriffinskudraugurinn hefur látið á sér kræla. Sýklarannsóknastofan hefur nokkrum sinnum kvartað undan mér því að ég fylgdi ekki alveg reglunum: fyrir hvern sýklaræktunarpinna þarf ég nefnilega að fylla út sér beiðni. Dæmi: Ef ég tek sýni til sýklaræktunar úr hvoru lunga þarf tvær beiðnir með öllum tilheyrandi upplýsingum. Til samanburðar þá koma oft mörg ílát frá einum og sama sjúklingi til rannsóknar í meinafræðinni en bara ein beiðni þar sem er tilgreint hvað er í ílátunum. Eftir að kvartað var yfir mér þá fylgdi ég skriffinskureglunum enda yfirleitt lítið af ræktunum og í mesta lagi 3-4 beiðnir. Hins vegar vildi svo til að fyrr í vikunni þurfti ég að taka um það bil 20 sýkla- og bakteríuræktanir. Ég hafði engan tíma fyrir alla þessa skriffinsku þannig að ég sendi tvær beiðnir, eina fyrir veirurannsókn og eina fyrir sýklarannsókn. Einhver manneskja inni á sýklarannsókn froðufelldi yfir þessum skandal og á endanum fékk ég hjálp við að fylla út beiðnirnar og senda. Næst brá ég á það ráð að ljósrita og vita hvað myndi gerast þá. Þá var aftur hringt. Beiðnirnar eru jú í tvíriti og ljósrit duga því ekki. Telst þetta óhentug skriffinska eða hvað?

1 comment:

Anonymous said...

Algjorlega glotud stemmning - fuss.
Mer finnst ad thu eigir ad setja hugmynd i hugmyndaboxid a sykla og stinga upp a rafraenum beidnum. Einmitt.