Tuesday, March 4, 2008

Heimilislaus en hamingjusamur

Nú styttist óðum í að ég fari til Barcelona en húsnæðisleitin hefur ekki alveg gengið nógu vel. Mér stendur reyndar alltaf til boða að vera í litla gestaherberginu hans Xavier vinar okkar, þannig að ég enda nú ekkert á götunni (mamma, þú getur andað léttar). En þar sem ég á von á Vigni vini mínum í heimsókn um páskana og Pétri helgina eftir þá væri hentugra að vera í örlítið stærra herbergi. Xavier hefur verið mér innan handar í þessum húsnæðismálum og ætlar í dag að skoða fyrir mig herbergi sem er skammt frá þeim stað þar sem dansflokkurinn æfir.
Eins og ég sagði áðan hefur húsnæðisleitin hefur verið nokkuð strembin á köflum og sem dæmi má nefna að á mig hefur verið skellt i miðju símtali og stelpa sem ætlaði að leigja mér herbergi í íbúð sinni fyrir 280 evrur á viku (sem væri þá um 1120 evrur á mánuði!!!!!).
Það er hins vegar eitt sem slær allt saman út. Mér bauðst voða fínt herbergi á ágætu verði. Herbergið staðsett á besta stað, steinsnar frá ströndinni. Leigusalinn virtist líka alveg í lagi með að ég ætla bara að vera í íbúðinni í 5 vikur. Vá, næstum of gott til þess að vera satt. Sem það auðvitað var! Viðkomandi vildi að ég myndi sýna fram á að ég gæti væri borgunarmaður fyrir þessu. Til þess stakk hann upp á að ég myndi bara senda Xavier peninginn fyrir leigunni og tryggingunni. Ég átti svo að senda leigusalanum skannað afrit af færslukvittuninni. Leigusalinn sagði samt að færslan yrði að fara fram í gegnum Western Union money transfer eða Money Gram. Þessar peningasendinar er órekjanlegar og virka þannig að maður fær, á færslukvittuninni kóða sem maður gefur svo upp í hvaða útibúi þeirra í heiminum og hefur þá aðgang að peningunum (maður þarf reyndar líka að vita hvað upphæðin er há og hvaðan hún var send).
Xavier átti svo að borga leigusalanum þegar hann færi að skoða íbúðina ef honum litist á hana. Okkur Pétri fannst við sjá nokkur rauð flögg í þessum pósti og ákváðum að googla setningar úr fyrsta póstinum sem við fengum. Þá duttum við inn á þessa síðu. Þetta er spjallsíða stúdenta í Oxford. Mín samskipti við leigusalann eru nánast nákvæmlega eins og þessi sem Hannah lýsir á síðunni.

Hér er meira að segja fyrsta mailið sem ég fékk. Að öllu leyti eins og það sem þessi stúlka virðist hafa fengið, fyrir utan að ég var að leita á Loquo en hún á Gumtree.

Hello,
I saw your advert on LOQUO and i have an apartment that sweet what you
are looking for,let me know if you are still looking ,so that i can
give you details about the apartment.I await your response asap.
Joleen


Við höldum að þetta sé eitthvað Nígeríu svindl þar sem fólk situr á internet kaffihúsi og þræðir sinn lygavef. Það er voða fáránlegt að lenda í svona. Nú get ég varla skoðað húsnæðisauglýsingar lengur án þess að sjá svindl í hverju horni.

En þrátt fyrir að ég sé ekki búinn að finna íbúð þá er ég mjög hamingjusamur.
Ég hlaut nefnilega styrk til þess að fara á ImpulsTanz í Vín, stærstu danshátíð í evrópu. 9. júlí til 13. ágúst. Það voru yfir 1100 dansarar sem sóttu um að fara en einungis 67 fengu styrk. Ég tel mig því vera mjög heppinn. Þessi danshátíð er algjör suðupunktur í dansheiminum. Þarna koma fremstu kennarar og danshöfundar í evrópu og eru með námskeið og vinnustofur auk þess sem margir af flottustu dansflokkunum koma þangað og sýna. Styrkurinn felur í sér að ég fæ að sækja öll þau námskeið og vinnustofur sem ég vil, ég fæ frítt á allar sýningar, ótakmarkaðan aðgang að videosafni hátíðarinnar (sem telur yfir 250 dansmyndir), gistingu í Vín, ókeypis á fyrirlestra og fleira.

Ég er alveg í skýjunum.
Kv. Ásgeir

5 comments:

Anonymous said...

Vá! - Ásgeir, innilega til hamingju með þetta :o)

Kv. Sigurdís

Anonymous said...

Til hamingju ásgeir minn! :O) hlakka til að koma í heimsókn.. ;)

Anonymous said...

kv. Vignir

Egill said...

til hamingju Ásgeir :-)

Anonymous said...

til hamingju með þetta Ásgeir

kv Dögg