Friday, February 8, 2008

Búnir að fá nettengingu

Eftir rúmlega 4 vikna bið fengum við loks nettengingu í gær - loksins. Síðustu tvo mánuði hefur okkur gengið illa að nota netið hér heima og við höfum þurft að treysta á lélega og stopula tengingu hjá einhverjum nágranna okkar.
Ásgeir málaði íbúðina í janúar mestmegnis sjálfur. Það var mikil vinna því að allir listar og karmar (sem er mikið af) voru gráir en veggir hvítir. Það þurfti síðan tvær umferðir á allt. Íbúðin var þrifin í bak og fyrir og m.a. komu í ljós gamlir inniskór undir sófanum og eldgamalt ryk í haugum. Alls kyns aukaleg vinna fylgdi þessu, svo sem að þvo og strauja gardínur, spasla og þvíumlíkt. Mánudaginn var keyrðum við á litlum sendiferðabíl til Rotterdam og sóttum kassana okkar sem höfðu komið með skipi frá Íslandi. Sjóflutningurinn kostaði rúmar 30.000 krónur. Þetta voru 24 kassar með alls konar dóti, aðallega bókum, geisladiskum, fötum og eldhúsdóti. Þar sem núverandi íbúð er mubleruð og inniheldur allt til alls þurfum við ekki á öllu eldhúsdótinu að halda en höfum þó tekið upp mest allt og nú er orðið býsna heimilislegt hérna. Við keyptum líka flotta hillu í Ikea sem við gátum sett bækurnar okkar í. Garðar bróðir segir að heimili okkar sé lúxus miðað við híbýli hans í London. Garðar var nefnilega í heimsókn síðasliðna helgi sem var mjög gaman. Það er fljótlegt og ódýrt að koma hingað frá London svosem maður sér á steggjahópum og gaurahópum frá Bretlandi sem koma til að djamma í borginni. Við fórum með Garðari til Harlem sem er rétt fyrir utan borgina. Það er gamall og fallegur bær sem Harlem í Bandaríkjunum er kennt við. Þar komst ég í geisladiska á tilboði og keypti heilmikið af píanótónlist.
Krufningalotunni minni er lokið og ég er hérumbil búinn að klára allar krufningaskýrslur. Við tekur meiri smásjárskoðun og vinna við skurðstofusýni.
Þá er þess að geta að ég fór til Finnlands fyrir tveimur vikur yfir helgi. Þetta var framhaldsnámskeið í faraldsfræði krabbameina á vegum norrænu krabbameinsskránna. Þar flutti ég fyrirlestur um ristilverkefnið. Það kom sér vel því að ég var orðinn strand hvað varðaði ýmis mál. Gat ég fengið ábendingar og góðar athugasemdir. Námskeiðið var úti í sveit. Þar var boðið upp á gufubað og þeir sem þorðu (m.a. ég) máttu síðan fara ofan í vök á ísköldu vatni. Því miður missti ég í staðinn af fertugsafmæli Baldurs í París. Ásgeir lét sig hins vegar ekki vanta og fór sem fulltrúi fjölskyldunnar með rútu fram og til baka. Það var langt ferðalag sem verður ekki endurtekið. Auk þess að mála hér heima og ganga frá dóti hefur Ásgeir sótt danstíma og nú eru blikur á lofti um ýmis atvinnutækifæri í dansinum. Meira um það seinna þegar það skýrist.

3 comments:

Ólöf Viktorsdóttir said...

Hae Asgeir og Petur!

Thid erud aldeilis a faraldsfaeti - gott hja ykkur. Alltaf gaman ad kikja vid a sidunni ykkar.
Kv. Olof

Anonymous said...

hæhæ Á og P
gaman að fá fréttir af ykkur aftur
orðið annsi langt frá síðustu færslunni ykkar
kv H og B

Anonymous said...

Til lukku með netið...stóraukin lífsgæði að vera komin með það í lag!
Nú langar mann bara að sjá myndir af fegrun slotsins!
kveðja úr vetrarríkinu
Addý