Tuesday, December 4, 2007

Þoli ekki læknanema

Ég veit að þetta hljómar illa en svona hugsaði ég í dag - og þetta er meira að segja ekki þeim að kenna. Um þessar mundir er ég sem sagt í krufningablokkinni ógurlegu og þegar ég kom í vinnuna í dag lágu fyrir nokkrar krufningar. Hér er það svo að oftar en ekki eru einhverjir áhorfendur til staðar, yfirleitt læknanemar og vill það stundum tefja fyrir vinnunni að mér finnst. Það fer í taugarnar á mér þegar vinna mín er látin hverfast kringum þarfir læknanemanna. Það var þannig að ég var hálfnaður með krufningu þegar læknanemarnir komu úr kynningu og mér var gert að henda öllum líffærunum ofan í formalín, hérumbil óskornum, og byrja á næstu krufningu svo að læknanemarnir gætu verið með frá byrjun. Á morgun þarf ég svo að klára krufninguna á formalínfixeruðum sýnum. Þetta fannst mér óþolandi. Svo gremst mér einnig að krufningafundirnir sem eru alla þriðjudaga hér á deildinni eru læknanemamiðaðir - samt er skyldumæting fyrir okkur deildarlækna, af hverju er þetta ekki deildarlæknamiðað? ... Var pirraður yfir þessu í allan dag.

Annars er það að frétta af Sjonna að hann stóðst allar freistingar í Rauða hverfinu þrátt fyrir að portkonurnar bönkuðu á glugga. Auk þess má nefna að Janette, leigusalinn okkar, er sérstaklega almennileg. Hún kom í dag með handklæði handa okkur, nýja brauðrist, klósettbursta, viskustykki og fleira dót. Þetta er næstum eins og að vera á hótelherbergi.

4 comments:

Jakob Jóhannesson said...

heldurðu að við gulli eigum eftir að standast freistingarnar í rauðahverfinu??????????

Anonymous said...

Hæ Pétur

Ég gat ekki opnað hotmail reikninginn minn og sendi þér póst á yahoo netfangið þitt. Ertu búin að fá póstinn?

Annars er ég með doggh@simnet

kv Dögg

Magga said...

Hæ, hæ!
Alltaf gaman að fá fréttir af ykkur!
Fylgist reglulega með.
Hvaða heimilisfang eru þið með?
Ein byrjuð með jólakortin...
Kv.
Magga Stína

Anonymous said...

Hae Magga Stína.
Thad er best ad senda jólakort til foreldra minna:
Giljaland 25, 108 Rvík.
Kvedja, Pétur.