Monday, September 3, 2007

Fyrsti skóladagurinn

Er kominn í tungumálanám við Vrije Universiteit. Þetta er byrjendakúrs í hollensku, virka daga frá 9-13. Við erum 17 talsins nemendurnir. Þar er fólk frá Úganda, Rússlandi, Spáni, Tyrklandi, Kína, Brasilíu, Íran, Indónesíu, Bandaríkjunum og Marokkó - þá er allt upp talið fyrir utan mig. Kennslan og námið leggst vel í mig. Ik heet Pétur, ik woon in Amsterdam. Ik kom uit Ijsland. Þetta byrjar á léttu nótunum. Ýmiss konar skriffinska er í vændum, símamál, tölvumál og fleira. Frétti að einhver stelpukind væri búin að flytja inn í íbúðina á Laugaveginum.
Jæja, þarf að fara læra hollensku.

No comments: