Friday, September 21, 2007

Allt að gerast

Það er okkur sönn ánægja að greina frá því að eldhúsvaskurinn er kominn í lag. Húrra húrra! Rétt eftir hádegi í dag komu hingað menn frá stífluþjónustunni með rosalegar græjur og þeyttu upp allri drullunni í rörunum. Reyndar svo rækilega að Pétur var heillengi að þrífa eldhúsið eftir þá. Þrátt fyrir subbuskapinn erum við mjög sáttir við að geta loksins notað eldhúsvaskinn.

Á leiðinni heim úr skólanum í dag fór ég í verslunarmiðstöðina til að kaupa í matinn. Sem er ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að hjá mjólkurvörunum fann ég það sem Hollendingar kalla KWARK. Kwark er hreint þykkt jógúrt, próteinríkt og með lágri fituprósentu (0.1). Sum sé ekki svo ósvipað íslenska skyrinu að því leiti. Áður en ég lýsi því yfir að ég hafi fundið hollensku hliðstæðu skyrs ætla ég að láta skyrsérfræðinginn á heimilinu smakka. Hann er núna í skólanum og því bíð ég spenntur eftir því að hann komi heim. Ég vona að honum líki vel við kwark því hann hefur saknað skyrsins svo mikið.

Fylgist með í næsta bloggi....

kv. Ásgeir

2 comments:

Unknown said...

Ásgeir sagði:
"Kwark er hreint þykkt jógúrt, próteinríkt og með lágri fituprósentu (0.1). Sum sé ekki svo ósvipað íslenska skyrinu að því leiti."

Innihaldið hljómar mjög vel. Þú verður að kaupa slatta af þessu handa honum Pétri.

Er hann annars ekki að fara að byrja að æfa eitthvað þarna úti? Ég sakna þess að hafa hann með í Laugum.

Anonymous said...

Já ég var farin að hafa svolitlar áhyggjur af þessu. Ég meina hann tók með sér skyr til Barcelona á sínum tíma og svo sat hann líka við sundlaugina á Tælandi með skyr í hendi.... þetta er honum greinilega lífsnauðsynlegt... ég hreinilega skil ekki hvernig hann hefur komist af án þess í allan þennan tíma

kv Dögg